18.03.1921
Neðri deild: 26. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1650 í B-deild Alþingistíðinda. (1600)

97. mál, löggilding verslunarstaðar á Suðureyri

Flm. (Hákon Kristófersson):

Jeg þarf fátt annað að segja um þetta litla frv. en það, sem tekið er fram í hinni stuttu greinargerð. Jeg vil aðeins taka það fram, að þótt á þessum umrædda stað sje nú ekki löggiltur verslunarstaður, fer þar fram mikil verslun, einkum með kol og salt. Jeg sje tæpast þörf á því að vísa þessu máli til nefndar, og leyfi mjer að vænta góðra undirtekta háttv. deildar, og mun svo ekki fjölyrða frekar að sinni.