07.03.1921
Neðri deild: 16. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1672 í B-deild Alþingistíðinda. (1664)

65. mál, biskupskosning

Pjetur Ottesen:

Jeg vildi gera þá aths., að jeg álít, að þetta frumvarp, eftir eðli sínu, falli helst undir mentamálanefnd. Allsherjarnefnd er líka nú orðin svo hlaðin störfum, að illa er á bætandi, en mentamálanefnd hefir lítið að starfa; hún hefir víst aðeins eitt mál eða svo til meðferðar. Jeg tel það því rjettmætt að vísa því þangað, og frv. vel sæmt af því, ef það á annað borð á að fara í nefnd.