18.03.1921
Neðri deild: 26. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1674 í B-deild Alþingistíðinda. (1669)

65. mál, biskupskosning

Pjetur Ottesen:

Stutt athugasemd aðeins. Jeg skrifaði undir nefndarálitið með fyrirvara, og skal jeg gera grein fyrir hvers vegna. Það rekur að því bráðlega, að athuga verður, hvort ekki sje hægt að ljetta eitthvað af þjóðinni þeim útgjöldum, sem á henni hvíla sökum embættismannafjöldans, og sem nú eru að vaxa henni yfir höfuð. Mundi þá koma til athugunar, hvort eigi væri rjett að afnema biskupsembættið, og fæ jeg ekki annað sjeð en skrifstofustörf biskups gætu fallið til kirkju- og kenslumálaskrifstofunnar í stjórnarráðinu, en fela mætti eftirlitsstarfið einhverjum af prófessorunum í guðfræðideild háskólans.

Sökum þessa get jeg eigi verið frv. fylgjandi, því hjer er sennilega aðeins verið að tjalda til einnar nætur, því mjer þykir óvíst, hvort biskup verður framar skipaður í embætti hjer á landi.