18.03.1921
Neðri deild: 26. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1682 í B-deild Alþingistíðinda. (1676)

65. mál, biskupskosning

Bjarni Jónsson:

Jeg vil aðeins koma með tvær fyrirspurnir, án þess að blanda mjer nokkuð í umræðurnar. Til háttv. flm. (S. St.), hvort biskup landsins hafi verið spurður um skoðun sína á þessu máli, áður en það var lagt fyrir þingið; álít það sjálfsagða hæversku. Til hæstv. stjórnar, hvort jeg geti komið til greina, þegar biskupsembætti losnar næst.