18.03.1921
Neðri deild: 26. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1682 í B-deild Alþingistíðinda. (1677)

65. mál, biskupskosning

Frsm. (Sigurður Stefánsson):

Viðvíkjandi fyrirspurn háttv. þm. Dala. (B. J.), skal jeg geta þess, að jeg skrifaði herra biskupi og spurði um afstöðu hans til þessa máls. Hann svaraði mjer með brjefi, sem jeg með leyfi hans skal leggja fram á lestrarsal Alþingis. Orðalag frv. er valið í samráði við hami. Hann var mjer sammála um það að hafa frv. í samræmi við lög þau, sem gilda um sama efni í nágrannalöndunum, en áleit synodustillögurnar þyngri í vöfunum. Síðan frv. kom fram hjer, hefi jeg líka sagt honum frá því, sem gerðist í málinu, og ljet hann vel yfir.