05.04.1921
Efri deild: 35. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1687 í B-deild Alþingistíðinda. (1692)

77. mál, einkaleyfi til útgáfu almanaks

Sigurður Jónsson:

Frsm. nefndarinnar, þm. Vestm. (K). E.), er eins og við 2. umr. fjarstaddur sökum veikinda. Því verð jeg að fara fáeinum orðum um brtt. við 12. gr., á þskj. 218.

Fyrir þessari brtt. eru aðallega tvær ástæður. Hin fyrri er sú, að hæpið er, að Háskólinn geti haft almanakið fyrir 1922 tilbúið um mitt næsta sumar. En svo snemma eru þau vanalega tilbúin. — Hin ástæðan er sú, að forseti Þjóðvinafjelagsins mun þegar vera búinn að panta 8 þús. eintök fyrir það ár, eftir gamalli venju. Auk þessa skiftir það ekki miklu fyrir Háskólann, þótt það dragist um eitt ár, að hann fái útgáfurjettinn.