02.03.1921
Efri deild: 12. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1705 í B-deild Alþingistíðinda. (1741)

59. mál, sóknargjöld

Guðjón Guðlaugsson:

Aðeins fáein orð. Háttv. 3. landskj. þm. (S. J.) taldi óþarft að lögfesta hækkun, þar sem söfnuðirnir hefðu sjálfir vald til að hækka gjaldið. Þetta á ekki við um ljenskirkjur og bændakirkjur. Þar er jafnan hætta á, að menn reyni að skjóta sjer undan gjaldi, nema því, sem lögboðið er, og því er eigi víst, að þar fengist hækkun fram á safnaðarfundum. Jeg þekki þetta. Jeg hefi líka verið sóknarnefndarmaður og safnaðarfulltrúi. Þess vegna tel jeg nauðsynlegt að lögfesta hækkunina. Ilitt er annað mál, hvort þessi hækkun er nóg.

Háttv. frsm. (G. Ó.) kvaðst ekki muna eftir neinu ósamræmi í nefndinni. Hann mundi þó eftir einhverju umtali utan fundar. Jeg skal nú hjálpa minnisleysi hans. Hann sýndi mjer nýja frv. tilbúið og spurði, hvort það mundi ekki mega svo vera. Þá mintist jeg á, að rjettara væri að bera það fram sem brtt. við stj.frv. En þegar jeg koma nefndarfund, höfðu samnefndarmenn mínir samþykt að hafa þetta eins og háttv. frsm. (G. O.) vildi, og bera fram nýtt frv. Jeg var einn af fimm og sá enga ástæðu til þess að vekja ágreining. En eigi að síður vil jeg hafa rjett til að láta mína skoðun í ljós.