27.04.1921
Neðri deild: 53. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1724 í B-deild Alþingistíðinda. (1790)

123. mál, seðlaauki Íslandsbanka

Frsm. (Jakob Möller):

Frv. þetta er borið fram af peningamálahefnd, eftir beiðni hæstv. stjórnar, fyrir þá sök, að lögin nr. 57, 1919, sem heimila stjórninni að leyfa Íslandsbanka að auka seðlaupphæð þá, er hann má gefa út lögum samkvæmt, falla úr gildi 1. maí næstkomandi, en fyrir þann tíma, sem þar á eftir líður og þangað til ný lög verða sett um það efni, er nauðsynlegt, að heimildarlög sjeu til, til þess, að bankinn geti gefið út seðla eftir því, sem viðskiftaþörfin krefur. Nú er það víst, að ekkert af þeim frv., sem nú eru á ferðinni um þetta efni, verður orðið að lögum fyrir 1. maí. Það er því nauðsynlegt, og getur varla valdið ágreiningi, að framlengja gildi laganna nr. 57, 1919, því að þótt sú framlenging verði samþ. með þessu frv. þá þarf það engin áhrif að hafa á afstöðu manna til hinna ýmsu frv., eða á gang málsins að öðru leyti.