27.04.1921
Neðri deild: 53. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1725 í B-deild Alþingistíðinda. (1791)

123. mál, seðlaauki Íslandsbanka

Fjármálaráðherra (M. G.):

Jeg vil þakka háttv. peningamálanefnd fyrir, að hafa borið fram frv. Jeg vil taka undir það með háttv. frsm. (Jak. M.), að þessi framlenging á gildi laganna nr. 57, 1919. getur engin áhrif haft á þetta mál til frambúðar, svo að hægt er að spara sjer allar deilur um það. Vegna þess, hvað skamt er eftir til 1. maí, er rjett aðeins nægur tími til að síma til konungs, til þess að búið verði að fá staðfestingu hans fyrir 1. maí. Jeg vona, að háttv. forseti taki málið strax til 2. og 3. umr., að þessari lokinni.