08.03.1921
Efri deild: 17. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 116 í B-deild Alþingistíðinda. (180)

31. mál, fjáraukalög 1918 og 1919

Fjármálaráðherra (M.G.):

Frumvarp þetta hefir gengið í gegnum háttv. Nd. breytingalítið. Að eins hefir fundist í því einnar krónu reikningsvilla, sem hefir verið leiðrjett. Geri jeg því ráð fyrir, að ekki sje fleira við það að athuga. Jeg vona því, að það gangi breytingalaust gegnum þessa háttv. deild.

Jeg skal geta þess, að enginn ágreiningur hefir orðið á milli stjórnarinnar og endurskoðenda landsreikninganna, og því ólíklegt, að miklar uniræður verði um fjáraukalagafrv., eins og stundum hefir áður átt sjer stað.

Óska jeg svo, að málinu verði vísað til fjárhagsnefndar, þegar umr. er lokið.