04.05.1921
Neðri deild: 62. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1971 í B-deild Alþingistíðinda. (2135)

112. mál, fiskimat

Jón Auðunn Jónsson:

Jeg vil biðja hv. deildarmenn að athuga það, áður en þeir samþykkja brtt. á þskj. 482, að með henni er lögboðið mat á öllum fiski, sem fluttur er úr landi.

Það er rjett hjá háttv. þm. Ak. (M. K.), að það er erfitt að koma fram mati á öllum saltfiski. En óframkvæmanlegt er það ekki, og ekki óhæfilega dýrt. Mjer er kunnugt um, að það hefir verið gert á Ísafirði í mjög mörgum tilfellum.