07.05.1921
Neðri deild: 64. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1977 í B-deild Alþingistíðinda. (2156)

130. mál, veiting ríkisborgararéttar

Frsm. (Stefán Stefánsson):

Við 1. umr. skýrði jeg frá ástæðum fyrir því, að þetta frv. væri flutt. Var því vísað til allsherjarnefndar, er nú mælir eindregið með því, að það nái fram að ganga. En jafnframt vildi nefndin benda á það, að heppilegt væri, að stjórnin gæfi út auglýsingu um það, fyrir hvern tíma menn, er vildu öðlast þennan rjett, ættu að vera búnir að sækja til stjórnarráðsins, svo að ef fleiri en einn sæktu, þá gætu þeir allir komist í eitt frv.

Skal jeg svo ekki fjölyrða frekar um þetta mál.