29.03.1921
Efri deild: 29. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 132 í B-deild Alþingistíðinda. (218)

34. mál, landsreikningar 1918 og 1919

Frsm. (Sigurjón Friðjónsson):

Jeg hefi ekki annað að segja um þetta frv. fyrir hönd fjárhagsnefndar en að hún ræður til að það verði samþ. óbreytt. En viðvíkjandi eignaskýrslu ríkisins, sem fylgir landsreikningi, vil jeg benda á, að skip þess eru færð með sama verði ár eftir ár, en það álítur nefndin ekki rjett. Það er að minsta kosti mjög ólíklegt, að skipin svari nú til þess verðs, sem bókfært er, og virðist því rjettara að afskrifa eitthvað af því og telja til árlegra útgjalda. Þá álítur nefndin líka, að þar sem ríkissjóði er talið til eignar mikið fje í landsversluninni — sem í sjálfu sjer er rjett — þá ætti að fylgja landsreikningi (þ.e. eignaskýrslunni) greinargerð fyrir þessu fje, — eins og t. d. grein er gerð sjerstaklega fyrir viðlagasjóði — að minsta kosti ágrip af eignaskrá landsverslunarinnar, og helst aðalársreikningi hennar líka,

Þetta er tekið fram til bendingar fyrir stjórnina.