11.05.1921
Efri deild: 67. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2008 í B-deild Alþingistíðinda. (2192)

91. mál, fátækralög

Frsm. (Sigurður Eggerz):

Jeg get sparað mjer langa framsöguræðu. Aðalbreytingin á 1. er sú, að framfærslusveitin á að greiða 2/3 hluta framfærslukostnaðar sjúklinga, þó aldrei yfir 400 kr. á ári. Svo er og það, að kostnaður greiðst fyrir 4 sjúklinga í einu úr sama sveitar- eða bæjarfjelagi, í stað þess, sem ákveðið er, að þeir megi aðeins vera 2.

Breytingin á 2. gr. er í samræmi við þessa breytingu. Sje jeg ekki þörf á fleiri orðum um þetta mál, en vona að hv. deild samþykki það.