19.04.1921
Efri deild: 47. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2026 í B-deild Alþingistíðinda. (2219)

105. mál, einkasala á áfengi

Björn Kristjánsson:

Það er rjett, sem háttv. frsm (H. St.) sagði, að tollurinn fellur á strax og varan kemur í land. En jeg gekk út frá því, að ef brtt. háttv. 2. þm. S.-M. (S. H. K.) yrði samþykt, þá hefði þingið með því sýnt, að það ætlaðist ekki til, að lagt yrði á tollinn, því í brtt. við 7. gr. eru feld burt orðin „að meðtöldum tolli“. En eins og jeg tók fram áðan, álít jeg æskilegast að halda sömu reglu og allar verslanir hafa, að leggja á innkaupsverð vörunnar.