13.05.1921
Neðri deild: 69. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2043 í B-deild Alþingistíðinda. (2239)

105. mál, einkasala á áfengi

Magnús Jónsson:

Jeg vildi aðeins með nokkrum orðum gera grein fyrir atkvæði mínu. Jeg mun ljá frv. þessu fylgi mitt, vegna þess, að mjer skilst, að til þessa frv. sje stofnað, ekki sem tekjuauka fyrir ríkissjóð, heldur beri að skilja það sem tryggingarráðstöfun. Hins vegar dylst mjer það ekki, að erfitt muni reynast fyrir hæstv. stjórn að beita þeim takmörkunum, sem hjer mega að gagni koma, þar sem hjer er aðeins um heildsölu að ræða, en aðrir hafa á hendi smásöluna, svo sem verið hefir hingað til. En þó sje jeg í 2. gr. möguleika fyrir stjórnina til að setja heilbrigðar og haldkvæmar takmarkanir. Jeg vil nú ekki gera hæstv. stjórn upp neinar getsakir um það, hvernig framkvæmd málsins fari henni úr hendi á ókomnum tíma, en mjög mun það eftirleiðis ráða í dómum mínum um hana og afstöðu til hennar, hvernig henni ferst þetta úr hendi.