13.05.1921
Neðri deild: 69. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2047 í B-deild Alþingistíðinda. (2245)

105. mál, einkasala á áfengi

Jón Þorláksson:

Jeg stend við það, sem jeg hefi áður sagt, að forstaða þessa fyrirtækis væri fyrirfram ætluð ákveðnum manni, og það mundi eiga mikinn þátt í framkomu frv.

Háttv. þm. Str. (M. P.) taldi, að frv. veitti tryggingu fyrir lyfjagæðum, og að undanfarið hefðu lyf lyfjabúðanna ekki verið nægilega góð. Má vel vera, að þetta sje rjett, en svo hefir verið um margar aðrar vörur á stríðsárunum; þær hafa verið lakari, og er ekki unt með löggjöf að koma í veg fyrir slíkt. Um fyrra atriðið er það að segja, að þetta frv. veitir enga tryggingu fyrir því, að lyfin verði góð, framar en núgildandi löggjöf gerir, og kemur þetta til af því, að sömu lyfjabúðunum er ætlað framvegis að flytja lyf inn. Sje jeg ekki neina ástæðu til þess, að ríkið gæti fremur inn lyf banda læknum en lyfjabúðum, og þar sem læknar hafa ekki lyfjasölu á hendi, eins og t. d. hjer í Reykjavík, þá mega notendur lyfjanna sæta sömu lyfjum og áður, þrátt fyrir frv. Er frv. því í raun og veru búið að missa sinn upphaflega tilgang, og fæ jeg ekki sjeð, að ástæður háttv. þm. Str. (M. P.) sjeu nokkurs virði.