06.05.1921
Efri deild: 63. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2234 í B-deild Alþingistíðinda. (2358)

134. mál, bæjarstjórn Vestmannaeyja

Flm. (Karl Einarsson):

Það eru aðeins örfá orð þessu viðvíkjandi. Alt, sem frv. þetta hefir inni að halda, er það, að tíma þeim, sem aukaniðurjöfnunin fer fram á, verði breytt. — Eftir gildandi lögum á hún að fara fram í júnímánuði, en þar sem sá tími hefir reynst óhentugur, vegna innheimtu, þá er hjer farið fram á, að hann verði færður til, og niðurjöfnunin fari fram í aprílmánuði.

Það er hjer um enga aðra breytingu að ræða á lögunum en þessa, og vil jeg því óska eftir, að háttv. allshn. vildi athuga þetta, án þess að því sje beint vísað til hennar, svo það fái að ganga nefndarlaust áfram.