18.05.1921
Neðri deild: 72. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2236 í B-deild Alþingistíðinda. (2372)

134. mál, bæjarstjórn Vestmannaeyja

Jón Baldvinsson:

Þetta frv. er í raun og veru mjög meinlaust, og hefi jeg ekkert við það sjálft að athuga. En jeg stóð upp til þess að mótmæla skilningi, er leggja mætti í greinargerð frv. Þar er helst svo að sjá, sem leggja eigi útsvar á alla þá, er stunda atvinnu við eyjarnar, en það nær ekki neinni átt. Háttv. deild hefir felt líkt ákvæði úr lögum um bæjarstjórn á Siglufirði, og kemur því ekki til mála að láta þennan skilning komast að hjer.

Þetta vildi jeg segja út af greinargerðinni, sem fylgir frv.