25.04.1921
Neðri deild: 51. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2238 í B-deild Alþingistíðinda. (2378)

111. mál, sveitarstjórnarlög

Frsm. (Þórarinn Jónsson):

Þarf engu við að bæta það, sem jeg tók fram við 1. umr. um tilgang frv. og ástæður fyrir því. Vil þó geta þess, til þess að fyrirbyggja misskilning, sem jeg hefi orðið var við, að þó að svo líti út fyrir, að sýslunefnd geti ekki bygt á ákvæðum þessara laga, þar sem skattaskýrslurnar eiga ekki að koma inn fyr en í maí samkvæmt frv., sem nú er á ferðinni gegn um þingið, en sýslufundir þá afstaðnir víðast hvar, eða alstaðar, þá hefir það enginn áhrif. Sýslunefndin ákveður aðalupphæð hins niðurjafnaða gjalds, sem svo sýslumaður reiknar út eins og önnur manntalsþinggjöld.