06.05.1921
Efri deild: 63. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2240 í B-deild Alþingistíðinda. (2391)

111. mál, sveitarstjórnarlög

Frsm. (Sigurjón Friðjónsson):

Jeg gat þess við 2. umr., að frv. væri svo nátengt fasteignaskattsfrv., að það væri óviðeigandi, að það væri gert að lögum meðan hitt væri óútkljáð. Leyfi jeg mjer því að æskja þess, að hæstv. forseti taki málið aftur af dagskránni og fresti því þar til síðar.