17.05.1921
Efri deild: 71. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2248 í B-deild Alþingistíðinda. (2410)

128. mál, útflutningsgjald

Björn Kristjánsson:

Jeg stend aðeins upp út af orðum, sem fjellu hjá háttv. frsm. (G. Ó.), að nefndinni, óskiftri. hefði þótt útflutningsgjaldið miður góður skattagrundvöllur.

Þetta vildi jeg leiðrjetta, því jeg held því fram, að það sje besti skattagrundvöllurinn hjer á þessu landi. Og jeg vænti þess, að það verði tekið sem fyrst upp aftur, því bæði er það, að það er mjög gott að innheimta þetta gjald og að ríkissjóður hefir þar vissar tekjur af, og kemur óskert til ríkissjóðs og almenningur finnur minst til að greiða það. Þessi lög hafa nú staðið í 40 ár, og skatturinn þótt rjettur og heppilegur, og mun þingið vonandi taka hann upp seinna. Að vísu má kannske afla sömu tekna með prósentuútflutningsgjaldsfrv. því, sem á ferðinni er, en það er umsvifameira og ekki eins heppilegt.