28.04.1921
Efri deild: 57. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2305 í B-deild Alþingistíðinda. (2455)

117. mál, seðlaútgáfa Íslandsbanka hlutafjárauka o. fl.

Fjármálaráðherra (M. G.):

Jeg vildi aðeins slá því föstu, að traustsyfirlýsingin fjell ekki í Nd., hvað sem háttv. 2. landsk. þm. (S.E.) segir. (S. E.: Hvað segir fundarbókin?). Mig varðar ekkert um, hvað fundarbókin segir, heldur aðeins um ákvæði þingskapanna þessu viðvíkjandi. Jafnframt vil jeg endurtaka áskorun mína til háttv. þm. (S. E.), um að bera fram vantraustsyfirlýsingu til stjórnarinnar í sameinuðu þingi, og geri hann það ekki, lít jeg svo á, að hann þori það ekki.