21.02.1921
Efri deild: 5. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 142 í B-deild Alþingistíðinda. (248)

49. mál, veiting ríkisborgararéttar

Forsætisráðherra (J.M.) Hinn kaþólski prestur Jóhann Martin Meulenberg hefir sótt um að fá íslenskan ríkisborgararjett. Hann er fæddur í Þýskalandi. Vegna langrar dvalar utan Þýskalands hefir hann mist þar borgararjett. Jeg þykist ekki þurfa að mæla með þessu frv. Maðurinn er að góðu kunnur, og jeg er þess fullviss, að hann sækir um þennan rjett af hlýjum hug til Íslands. Mjer er mikil ánægja að bera fram þetta fyrsta frv. um að veita útlendingi íslenskan borgararjett, og jeg er í engum vafa um það, að hin háttv. deild tekur þessu frv. vel. Jeg verð samt að telja rjett, að frv. sje athugað í nefnd, af því að það er í fyrsta sinn, sem um þvílíkt mál er fjallað hjer, og væri máske rjett, að nefnd athugi, vegna framtíðarinnar, hver skilyrði alment skuli fyrir hendi, er þessi rjettur er veittur erlendum manni. Jeg skal taka það fram, að mjer hefir ekki þótt nauðsynlegt, vegna stöðu umsækjanda, að láta bera málið undir bæjarstjórn Reykjavíkur, en það hefir verið borið undir borgarstjóra, sem auðvitað hefir ekkert við það að athuga.