17.05.1921
Neðri deild: 71. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2356 í B-deild Alþingistíðinda. (2496)

117. mál, seðlaútgáfa Íslandsbanka hlutafjárauka o. fl.

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg vildi aðeins skýra frá því í fám orðum, hversvegna jeg hefi talað svo lítið um þetta frv. Það var nefnilega samkomulag um það í ráðuneytinu, að hæstv. fjrh. (M. G.) talaði fyrir hönd ráðuneytisins alls í máli þessu, og með því að enginn ágreiningur er um málið í ráðuneytinu, hefir oss þótt nægja, að einn tali fyrir þess hönd.

Jeg veit, að flestir háttv. þm. líta svo á, að rjett sje, bæði landsins vegna og einnig til gagns fyrir Íslandsbanka, að samkomulag verði, bæði innan þessarar háttv. deildar og einnig við háttv. Ed., og vil jeg því vona, að menn geti sveigt svo til, að samkomulag verði.