17.05.1921
Neðri deild: 71. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2378 í B-deild Alþingistíðinda. (2506)

117. mál, seðlaútgáfa Íslandsbanka hlutafjárauka o. fl.

Jakob Möller:

Það er aðeins stutt athugasemd út af ræðu háttv. þm Ak. (M. K.), er hann sagði, að Íslandsbanki hefði ekki einkarjett til seðlaútgáfu hjer. Háttv. þm. Dala. (B. J.) hefir að vísu svarað því, en til þess að taka af öll tvímæli, skal jeg með leyfi hæstv. forseta lesa upp inngang laga nr. 66 frá 1905. Þar stendur svo:

„Ráðuneytinu fyrir Ísland heimilast að veita hlutafjelagi, sem þeir hæstarjettarmálafærslumaður Ludvig Arntzen, R. af D. og stórkaupmaður Alexander Warburg, báðir í Kaupmannahöfn, standa fyrir, leyfi til að stofna hlutafjelagsbanka á Íslandi, er nefnist „Íslandsbanki“ og hafi einkarjett um 30 ára tímabil til að gefa út seðla, er greiðist handhafa með mótuðu gulli þegar krafist er“.

Eftir þessu er það öldungis ótvírætt, að bankinn hefir einkarjettinn. Um hitt ætla jeg ekki að ræða eða deila, hvort bankinn hafi brotið hann af sjer. Víst er um það, að hæstv. stjórn byggir ekki á því, því að hún álítur, að það þurfi samninga við bankann til að fá þessu breytt.