19.05.1921
Neðri deild: 74. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2419 í B-deild Alþingistíðinda. (2551)

135. mál, heimild til lántöku fyrir ríkissjóð

Gunnar Sigurðsson:

Það var ekki alveg rjett skýrt frá hjá hæstv. ráðherra (M. G.), en jeg kippi mjer ekki upp við það, fremur en vanalega. Jeg get komið með vantraust, ef hann vill, en jeg get ekki gert að því, þó að háttv. þingmenn sjeu svo fylgispakir þessari vandræðastjórn, að þeir feli henni að fara með mikilsverð mál, þó að hún lýsi því yfir, að hún sje þeim mótfallin. En ef hæstv. ráðherra (M. G.) vill endilega vantraust, þá er enn tími til að bera það fram.