19.05.1921
Neðri deild: 74. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2420 í B-deild Alþingistíðinda. (2553)

135. mál, heimild til lántöku fyrir ríkissjóð

Gunnar Sigurðsson:

Jeg krefst að fá að gera stutta athugasemd. Jeg sagði það, og það er ekki nema eðlilegt, að í öllu því þvargi af frv., sem stjórnin dröslar hjer inn á þing, illa undirbúnum og hálfhugsuðum, að ekki verði hægt að taka þau öll til bænar, þegar menn, þar að auki, verða að eyða tíma í það að brjótast undan því óstjórnarfargi, sem landið á við að búa. Annars er hjer aðeins um eitt frv. að ræða, og jeg stend mig vel við það, þó að það bíði til næsta þings að bera fram breytingar við það. Enda er það ekki óvanalegt, þótt lögum sje breytt á þingi Íslendinga.