20.05.1921
Efri deild: 76. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2422 í B-deild Alþingistíðinda. (2564)

135. mál, heimild til lántöku fyrir ríkissjóð

Fjármálaráðherra (M. G.):

Jeg vil enn taka það fram fyrir hönd stjórnarinnar, að ef nauðsyn er á, þá verður heimildin notuð. (S. E.: Lítur þá hæstv. stjórn á þetta sem heimild, sem hún þurfi ekki að fara eftir, frekar en hún vill?). Heimildin verður náttúrlega notuð, ef hlutabrjef í Íslandsbanka verða keypt, og að öðru leyti, ef nauðsyn krefur. Eru það nú tilmæli mín til hæstv. forseta, að mál þetta verði tekið til 3. umræðu nú þegar á eftir. (S. E. : Væri ekki rjettara að láta það bíða til kl. 12).