20.05.1921
Efri deild: 77. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2423 í B-deild Alþingistíðinda. (2569)

135. mál, heimild til lántöku fyrir ríkissjóð

Sigurður Eggerz:

Jeg býst ekki við, að hæstv. ráðherra (M. G.) geti með rjettu kvartað undan því, að jeg fylgi ekki stjórninni að málum, þá sjaldan hún hefir heillavænlegt mál fram að færa. Annars vil jeg benda á það, að það er fjarri því, að hæstv. stjórn eigi nokkrar þakkir skilið fyrir framgöngu sína í þessu máli, því hún hefir, eins og hæstv. ráðherra (M. G.) veit, alls ekki gert þetta af sjálfsdáðum, heldur höfum við kúgað hana til þess.