03.05.1921
Neðri deild: 61. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2432 í B-deild Alþingistíðinda. (2583)

122. mál, útflutningur og sala síldar

Stefán Stefánsson:

Það eru aðeins örfá orð sökum þess, að mjer virtist sem hv. frsm. (M. K.) tæki það nokkuð óstint upp fyrir mjer, að jeg skyldi vilja fara varlega og athuga ástæður bæði með og móti, og teldi varhugavert að athuga eigi, hvaða áhrif þetta gæti haft á verslun okkar við Norðmenn og jafnvel Svía. Að ekki sje verið að svifta neinn rjetti, má ýmislegt um segja, í það minsta að því leyti þó, að útlendingum hefir hingað til ekki verið bannað að verka hjer síkt, fyr en með frv. þessu. ef bað verður að lögum. Segi jeg auðvitað ekkert um, hvaða afleiðingar þetta kynni að hafa, en jeg vil láta rannsaka það. Sje jeg ekki, að sje nein lítilmenska að athuga þetta; fremur það, að hrapa að málinu og verða svo ef til vill að slá af.

Háttv. frsm. (M. K.) sagði, að útlendingar mundu því aðeins hafa viðskifti við okkur, að þeir sæu sjer í hag. Má vel vera, að það sje rjett, en færi svo, að útlendingar þeir, sem hjer eiga hlut að máli, tækju okkur þetta óstint upp, og verslunarstríð leiddi af, þá veit jeg, að háttv. frsm. (M. K.) mun mörgum öðrum frekar geta gert sjer grein fyrir, hvaða afleiðingar gætu af því hlotist fyrir okkur.

Undirtektirnar frá Siglufirði mintist jeg á vegna þess, að jeg taldi sjálfsagt að leyna ekki Alþingi þeim, og sýndist líka, að Siglfirðingar hefðu fullan rjett til þess að þær væru gerðar kunnar, þar sem þær voru samþ. á almennum borgarafundi með öllum greiddum atkvæðum, tvö hundruð og tuttugu að tölu.