10.05.1921
Neðri deild: 66. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2451 í B-deild Alþingistíðinda. (2598)

122. mál, útflutningur og sala síldar

Gunnar Sigurðsson:

Jeg ætlaði aðeins að gera smáathugasemd. En þegar jeg heyrði, hvað háttv. þm. Ak. (M. K.) var merglaus, þó hann væri uppblásinn, að vanda, þá get jeg fallið frá því og skal ekki lengja umræður meira. Aðeins skal það tekið fram, að það er misskilningur hjá háttv. þm. (M. K.), að jeg hafi nokkurntíma orðið þess var, að hann hefði sjálfstæða skoðun; slíkt dytti mjer aldrei í hug að bera honum á brýn; en hitt veit jeg aftur á móti, að þingmaðurinn (M. K.) mundi ganga út í opinn dauðann fyrir skoðanir háttv. stjórnar, hve fjarstæðar sem þær væru. Háttv. þm. (M. K.) var að tala um, að jeg væri leiksoppur í höndum mjer verri manna. Jeg veit nú ekki. hver ætti að hafa áhrif á mínar skoðanir í þessu máli eða öðru. En ætti jeg hinsvegar að fara að meta það, hvort þm. (M. K.) væri betri eða verri en þeir, sem hann dansar eftir, þá býst jeg varla við, að það mat mundi falla þm. (M. K ) í vil, og er þó ilt að meta þar á milli.