14.05.1921
Neðri deild: 70. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2466 í B-deild Alþingistíðinda. (2609)

122. mál, útflutningur og sala síldar

Jón Þorláksson:

Jeg vildi beina tveimur spurningum til hæstv. stjórnar. Önnur er viðvíkjandi rjetti þeirra útlendinga til að veiða hjer síld, sem áður hafa hjer veitt og eiga mannvirki og eignir hjer á landi í því skyni. Jeg vildi spyrja, hvort þessum mönnum mundi leyft að veiða hjer áfram, ef frv. yrði samþykt eins og það er nú. Mjer þætti nokkuð harðneskjulega að farið, ef þeim yrði meinað það og yrðu að láta af hendi eignir sínar fyrir lítið sem ekkert verð. Jeg vildi spyrja, hvort stjórnin gæti ekki veitt þessum mönnum undanþágu, þó að útlendingum, sem settust hjer að eftir að lögin yrðu staðfest, yrði bönnuð veiði? Og jeg vil spyrja stjórnina, hvort hún líti svo á, að þessi heimild geti falist í brtt. á þskj. 599?

Atkvæði mitt mun fara nokkuð eftir því, hvernig þessum spurningum verður svarað. Jeg get ekki stuðlað að því með atkvæði mínu, að svo langt verði gengið í því að skerða eignir og atvinnufrelsi manna, þó útlendingar sjeu.