20.05.1921
Efri deild: 75. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2474 í B-deild Alþingistíðinda. (2624)

122. mál, útflutningur og sala síldar

Frsm. minni hl. (Karl Einarsson):

Jeg skrifaði nál. á þskj. 663, frá minni hl. sjútvn, og lagði til, að frv. yrði samþykt óbreytt. Mjer líkaði þó ekki frv. að öllu leyti, en það vakti fyrir mjer, að heimildin handa stjórninni til að taka síldarsöluna í sínar hendur væri svo mikilsverð, að þess vegna ætti frv. að ganga fram.

Síðan hafa komið fram brtt„ sem mjer líka betur en frv. Þær taka upp einmitt þetta aðalatriði um sölu síldarinnar, en ekki annað. Jeg vil geta þess, að jeg felli mig betur við brtt. 668, því að samkvæmt henni nær einkasalan til allrar síldar, en ekki eingöngu til innlendrar. En þá tel jeg þetta einskisvirði, ef síld sú, sem útlendingar, og jafnvel þótt búsettir sjeu hjer, veiða hjer við land, er undanskilin.

Um afstöðu meðnefndarmanna minna get jeg ekkert sagt. Þeir voru á móti frv., en vildu þó leyfa, að það kæmi á dagskrá.