20.05.1921
Neðri deild: 76. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2478 í B-deild Alþingistíðinda. (2634)

122. mál, útflutningur og sala síldar

2634Atvinnumálaráðherra (P. J.):

Það er ekki nema rjett, að stjórnin láti til sín heyra um þetta frv. eins og það er nú orðið. Ef svo er, að þeir menn (útgerðarmennirnir), sem hrundu máli þessu áleiðis í fyrstu. álíta, að gagn geti orðið að því, sem eftir er í frv., þá vill stjórnin ekki banda hendinni á móti heimildinni, og reynir þá, að því leyti, sem í hennar valdi stendur, að gera einhverja tilraun til framkvæmda, því eins og málið nú er statt, verður það fyrst og fremst tilraun.

Jeg álít að það sje galli, að felt er burtu það, sem ráðgert var um fjelagsskap útgerðarmanna, og yfir höfuð finst mjer frv. hafa versnað síðan það fór hjeðan. Framkvæmdir í þessu máli verða að styðjast við gott samkomulag og fylgi síldarútgerðarmanna; að öðrum kosti tel jeg stjórninni það ofurefli.

Þó vil jeg ekki, eins og jeg sagði fyr, banda hendinni á móti frv., ef þeir, sem upphaflega fluttu það, telja það til bóta.