24.02.1921
Neðri deild: 8. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 47 í C-deild Alþingistíðinda. (2674)

14. mál, bann innflutnings á óþörfum varningi

Jakob Möller:

Jeg vil fyrst þakka hæstv. forseta fyrir það að hafa leyft mjer að gera stutta athugasemd, þó jeg sje annars dauður. Jeg skal ekki elta ólar við þær hnútur, sem hæstv. stjórn hefir hent til mín. Henni hefir sviðið sannleikurinn, og nú gera þeir það helst, hæstv. fjármálaráðherra (M. G.) og hæstv. atvinnumálaráðherra (P. J.), að velta andsvörunum og sökinni hvor yfir á annan. Að endingu vil jeg að eins gera þá athugasemd við ræðu hv. þm. Ísaf. (J. A. J.), að viðskiftanefndin átti aldrei, samkvæmt lögunum, að hafa þau umráð yfir erlendum gjaldmiðli, sem hann talaði um. En í framkvæmdinni hefir starf viðskiftanefndar einmitt orðið til þess að draga svo og svo mikið af erlendum gjaldeyri undan yfirráðum bankanna.