21.03.1921
Neðri deild: 28. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 85 í C-deild Alþingistíðinda. (2695)

14. mál, bann innflutnings á óþörfum varningi

Atvinnumálaráðherra (P. J.):

Aðeins örfá orð út af því, sem hv. 1. þm. Reykv. (Jak. M.) sagði. Því er ekki svo farið, að þótt bráðabirgðalögin sjeu feld, þá sje löglegi grundvöllurinn fyrir viðskiftahöftunum fallinn. En stjórnin telur það þá liggja í atkvgr. h. hv. deildar, að hún ætlist til, að viðskiftanefndin sje fljótlega lögð niður. Ekki er þó hægt að gera það samstundis. Stjórnin þarf nokkurn undirbúning til að semja nýja reglugerð í staðinn. Þetta mun þó ekki taka mjög langan tíma, og þarf því ekki, af þeim ástæðum, að draga lengur en til marsmánaðarloka að leggja niður innflutningsnefndina og semja nýja reglugerð.