21.03.1921
Neðri deild: 28. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 108 í C-deild Alþingistíðinda. (2706)

14. mál, bann innflutnings á óþörfum varningi

Jakob MöIIer:

Að eins örstutt athugasemd til að bera af mjer ámælið. Það hefir áður verið tekið fram, að þótt frv. yrði felt, þá felist í því engin ásökun til stjórnarinnar, svo því er eigi hægt að segja, að vægilegar væri með stjórnina farið, þó dagskráin yrði samþykt. En það, sem fyrir mjer vakti, var það, að dagskráin kveður skýrar á um það en nefndarálitið, að takmarkanir eða bann á innflutningi megi framvegis að eins ná til ónauðsynlegra vörutegunda.