11.05.1921
Neðri deild: 67. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 227 í C-deild Alþingistíðinda. (2829)

126. mál, laun embættismanna

Atvinnumálaráðherra (P. J.):

Jeg hafði ætlað að kveðja mjer hljóðs til þess að taka aftur brtt. á þskj. 563 og vil um leið afsaka það með nokkrum orðum.

Þegar jeg bar fram brtt., þá minti mig, að skógarverðirnir á Hallormsstað og Vöglum væru ekki á launalögunum, og hjelt því, að greinin hljóðaði um að bæta þeim á þau. En mjer þótti ekki viðeigandi að gera það, vegna þess, að skógarverðirnir hafa mjög ólíka aðstöðu. Mjer er kunnugt um, að 2 af þeim hafa jarðir til ábúðar og aðrir hafa frítt húsnæði og hita. En verðmæti þessara hlunninda breytist mjög eftir kringumstæðum. Nú, þegar jeg veit, að það var misminni mitt, að hinir tveir fyrstnefndu skógarverðir væru ekki á launalögunum, þá ætla jeg að taka brtt. aftur, því að það hefir litla þýðingu fyrir stjórnina, hvort þeir eru þar eða ekki.