04.03.1921
Efri deild: 14. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 157 í B-deild Alþingistíðinda. (284)

27. mál, stofnun alþýðuskóla á Eiðum

Jóhannes Jóhannesson:

Þegar allsherjarnefnd kom fram með brtt. við 2. umr., láðist að athuga, að þegar feld var burt 3. málsgr. 4. gr., vantaði ákvæði um tímakenslu við fyrirhugað vornámsskeið. Þessvegna kom fram brtt. 91, sem fer að nokkru leyti saman við 3. málsgr. 4. gr. laganna, með hliðsjón af brtt., sem samþ. var við 2. umr.

Jeg skal leyfa mjer að geta þess, að nefndin hefir mikið verkefni fyrir höndum, og þarf því heldur að hraða störfum, ef afgreiða á öll þau mál, sem fyrir liggja. Við flýtirinn vill oft skorta vandvirkni, en jeg vona að hv. deild afsaki þetta.