03.05.1921
Neðri deild: 61. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 234 í C-deild Alþingistíðinda. (2848)

113. mál, sýslumaðurinn í Skaftafellssýslu megi fela öðrum sérstök störf

Fjármálaráðherra (M. G.):

Jeg vil aðeins geta þess, að þessi sjúki starfsbróðir okkar, Gísli Sveinsson sýslumaður, sendi þetta frv. til mín og bað mig um að koma því á framfæri. Talaðist þá svo til milli háttv. þm. A.-Sk. (Þorl. J.) og mín, að hann flytti málið hjer fram. Jeg vil mælast til þess við hina háttv. deild, að hún leyfi að minsta kosti nefnd að athuga málið, því oss er skylt að taka svo mikið tillit til þessa sjúka starfsbróður, sem forföll banna að flytja frv. þetta fram sjálfum.

Annars get jeg fallist á sömu lausn og hæstv. forsrh. (J. M.) hefir bent á.