10.05.1921
Neðri deild: 66. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 235 í C-deild Alþingistíðinda. (2852)

113. mál, sýslumaðurinn í Skaftafellssýslu megi fela öðrum sérstök störf

Frsm. (Pjetur Ottesen):

Niðurstaða nefndarinnar sjest í nál. á þskj. 506. Hún hefir ekki getað fallist á það að veita heimild þessa alment, og sje jeg ekki ástæðu til þess að taka upp aftur ástæður nefndarinnar úr nál. Hins vegar gat hún fallist á það, að sýslumanninum í Skaftafellssýslum yrði veitt slík undanþága, þar sem aðstaða í Skaftafellssýslum er sjerstök, enda er frv. komið fram frá sýslumanninum þar. Og með þessum breytingum leggur nefndin til, að frv. verði samþ.