10.05.1921
Neðri deild: 66. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 235 í C-deild Alþingistíðinda. (2853)

113. mál, sýslumaðurinn í Skaftafellssýslu megi fela öðrum sérstök störf

Þorleifur Jónsson:

Jeg get fallist á það, eftir atvikum, að hafa frv. í þessari mynd, sem hv. nefnd hefir lagt til. Þörfin á þessu er hvort eð er mest í Skaftafellssýslu, og þar mundi lögun um mest, eða nær eingöngu, verða beitt, svo aðaltilgangi þess er að mestu jafnt náð eftir sem áður.

En um ástæðurnar fyrir nauðsyn undanþágunnar í Skaftafellssýslum, þarf jeg ekki að fjölyrða, en get vísað til þess, sem áður hefir verið um það sagt.