09.05.1921
Neðri deild: 65. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 321 í C-deild Alþingistíðinda. (2950)

114. mál, sýsluvegasjóðir

Þorleifur Guðmundsson:

Jeg vil svara háttv. þm. (J. Þ.) því, að nú líður að þinglokum, og er því ekki tími til að koma með gagngerðar breytingar. Það er fyrirsjáanlegt, að frv. er ranglátt, og verður því að breyta því hið fyrsta, en það er á næsta þingi. En þangað til verðum við að þola ranglætið, því að sýsluvegasjóðir þurfa á fje að halda. hvað sem tautar. Með þessu þykist jeg hafa skýrt afstöðu mína.