18.02.1921
Efri deild: 3. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 424 í C-deild Alþingistíðinda. (3001)

17. mál, fátækralög

Halldór Steinsson:

Jeg hefði getað sparað mjer orðið, eftir ræðu háttv. 2. þm. G.-K. (B. K.). Hann hreyfði því, sem jeg vildi nefnt hafa, sem sje því, að of langt væri farið í hækkun á þessu tillagi, sem hjer um ræðir.

Eins og sjest í aths. við frv., hefir þessi styrkur úr ríkissjóði farið hækkandi með vaxandi dýrtíð, þannig, að hann hefir vaxið mest frá 1915 og er 1919 orðinn milli 70 og 80 þús. kr. En þó svo sje, er ekki ástæða til að hækka svo gífurlega þær byrðar, sem hreppsfjelög hafa af spítalasjúklingum, þar eð ætla má, að dýrtíðin sje nú búin að ná hámarki sínu, og legukostnaður sjúklinga, eins og annað, fari lækkandi. Mjer virðist stökkið vera of stórt og hygg, að fara mætti meðalveg, eins og sakir standa. Þetta vildi jeg aðeins benda hv nefnd á.