17.05.1921
Neðri deild: 71. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 486 í C-deild Alþingistíðinda. (3070)

79. mál, sveitarstjórnarlög

Björn Hallsson:

Háttv. 3. þm. Reykv. (J. Þ.) spurði, hvort jeg vildi fella setningu úr till. minni, og vildi að jeg mælti með skriflegri brtt. frá honum í þá átt við hæstv. forseta. En jeg held mjer alveg við mína till. óbreytta, og læt hæstv. forseta um það, hvort hann tekur brtt. þessa hv. þm. (J. Þ.) til greina eða ekki. Jeg læt því skeika að sköpuðu, hvað verður um till. þessa, hún er mjer auðvitað ekki kappsmál, en tel hana samt til bóta.