15.04.1921
Neðri deild: 44. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 581 í C-deild Alþingistíðinda. (3206)

102. mál, bann á innflutningi á óþörfum varningi

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg hefi lesið frv. þannig, að það færi fram á að afnema heimild þá, sem stjórninni var veitt með lögum 8. mars f. á. Jeg get enn ekki sannfærst um, að þessi skilningur minn á frv. sje ekki rjettur, og því ekki unað því, að það verði samþykt til fullnustu.

Jeg hefi sagt það hjer áður og segi það enn, að jeg er ekki svo mjög á móti því, að frv. sje athugað í nefnd, en þó held jeg að það væri best, vegna þingtímans, að það ekki færi lengra en til þessarar 1. umr.

Annars skal jeg ekki lengja umr. meira.