15.04.1921
Neðri deild: 44. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 585 í C-deild Alþingistíðinda. (3213)

102. mál, bann á innflutningi á óþörfum varningi

Forseti (B. Sv.):

Mjer hefir í þessu borist brjef frá hv. þm. Ísaf. (J. A. J.), þar sem hann æskir þess, að þetta mál verði tekið út af dagskrá, með því að hann geti ekki sótt þennan fund. Við þeirri beiðni get jeg ekki orðið, en eins og jeg gat um áður, þá sýnist mjer rjettara, úr því hv. þm. (J. A. J.) er ekki viðstaddur, að láta dagskrá hans ekki koma til atkv. við þessa umr. (Forsrh.: Alveg rjett).