28.04.1921
Neðri deild: 57. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 614 í C-deild Alþingistíðinda. (3236)

104. mál, sala á prestssetrinu Hvanneyri og kirkjujörðinni Leyningi

Jón Baldvinsson:

Jeg vil aðeins benda á það, að brtt. meiri hl. allshn. ná alls ekki þeim tilgangi, sem ætlast var til. Bæjarstjórninni er að vísu gert óheimilt að afhenda hið keypta land öðrum til eignar, en henni er heimilt að leigja það um ákveðinn tíma, og ekki sett nein takmörk fyrir lengd þess tíma. Hún gæti t. d. leigt það um 75–100 ára skeið, en það kæmi raunar í alveg sama stað niður og ef hún seldi það til eignar. Jeg sje því enga bót í þessum brtt., og sje ekki nema um tvent að velja: Annaðhvort að samþ. till. hv. minni hl. eða fella frv. í heild sinni. (B. J.: Það er best að fella það alveg).