12.03.1921
Efri deild: 21. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 749 í C-deild Alþingistíðinda. (3317)

156. mál, erfingjarenta

Björn Kristjánsson:

Jeg er þakklátur nefndinni fyrir að hafa lofað frv. þessu að lifa og mælt með, að það næði fram að ganga, þó jeg sje ekki alls kostar ánægður með brtt. nefndarinnar, að lengja tímann um 3 ár. Því að þar er lögð áhersla á, að hjú giftist ekki fyr en 28 ára, og það er efamál, hversu holt það er. Þess verður einnig að gæta, að börn eða hjú hafa þjónað innan 20 ára aldurs, því þau eru vanalega fullgild hjú 18 ára eða fyr. Jeg hefði skilið tilgang nefndarinnar með þessu, ef hún hefði fært aldurstakmarkið að neðan niður í 18 ár, og þau þyrftu þá ekki að vera nema 26 ára til að njóta styrksins. Það er líka tæplega hægt að setja eins ströng skilyrði nú og fyrir ca. 30 árum fyrir rjettindum sem þessum. það er til bóta að setja „þar með talin börn hjá foreldrum“, því það er sjálfsagt að skoða þau sem vinnuhjú í þessu sambandi, enda til þess ætlast, þó eigi komi það nógu skýrt fram í frv.

Jeg er á móti till. í heild sinni. Vona, að háttv. deild samþ. frv. eins og það lá fyrir, en má þó breyta við 3. umr. hvað viðvíkur börnunum.

það er annars gott, ef fleiri vildu taka til máls og láta álit sitt í ljós um þetta.